Er ég sat í tölvustofu nokkurri í skólanum mínum, búinn í tíma ákvað ég að opna tölvuna mína og kíkja á netið og sjá hvort ég sæi eitthvað nýtt, eitthvað skemmtilegt sem vakti áhuga minn. Ég fór á Huga, nei ekkert nýtt þar. Síðan sá ég að vinur minn við hlið mér var á einskonar fréttatilkynningarsíðu; tilkynnir DVD, fréttir um þætti og sjónvarpsefni og svona allskonar dót(www.comingsoon.net). Ég ákvað að kíkja á síðuna, og byrjaði ég að skrolla aðeins niður, jújú sá ég ekki bara standa beint fyrir framan mig…Family Guy Making a Come Back to TV? Ég bara náttla eins og brjálæðingur níðist á músinni þangað til ég kemst inná linkinn. Ég las greinina, þá eru 20th Century Fox greinilega að hugsa um að setja Family Guy aftur í loftið eftir að DVD diskarnir af 1, 2 og 3 seríu hafa selst gríðarlega. Fyrsta sería seldist í um 1 milljónum eintaka og önnur sería í ca. 520.000. eintaka, en það yrði þá ekki fyrr en í Janúar 2005(rúmt ár í það), en það er þá verið að tala um að myndu þá koma út 35 þættir til að byrja með! En athugið, þetta hefur EKKI verið staðfest, verið er að bíða eftir ákvörðun frá Fox og mun Sandy Grushow forstjóri fyrirtækisins(held hann sé forstjóri, chairman eitthvað allavega) tilkynna það bráðlega. Og hvet ég ykkur öll til að fylgjast með www.comingsoon.net og sjá hvort ákvörðun um endurkomu þessa snilldarþáttar í sjónvarps hafi verið tekin. Family Guy eru mínir uppáhalds sjónvarpsþættir og fæ ég aldrei leið á að horfa á DVD diskana mína sem ég verslaði mér í sumar aftur og aftur og fyndist mér ekkert skemmtilegra en að sjá Family Guy fara aftur í sjónvarp, og auðvitað að fá fleiri DVD diska til að horfa á ;)
Þessar heimildir voru teknar af http://www.comingsoon.net/news.php?id=2374