Ég vil halda áfram grein BudIcer um múmínálfana og kynna þær persónur sem hann kynnti ekki. Þessir þættir eru ódeilanlega kóngar krakkateiknimynda og urðu þeir gríðarlega vinsælir.
Ég man þess vel að ég fékkst aldrei til þess að fara í barnastarf í kirkjunni því þeir voru á meðan. Ég tók alla þættina upp og á ég yfir 50 þætti á spólu
snillingurinn Torbjörg Egner skrifaði þá.

Hervör: Norn sem sest að í Svartaskógi rétt fyrir utan múmíndal. Hún kennir dótturdóttur sinni Lísu galdrakúnstir, hún vill ekkert með vísindi og múmínfjölskylduna hafa því þau trufla nám Lísu og í einum þættinum lagði hún álög á múmínfjölskylduna þannig að þau myndu sofa að eilífu.

Galdrakarlinn: Stór virðulegur karl sem þýtur um himingeiminn á svörtum hlébarða til þess að finna kóngsrúbíninn. Hann fær ósk sína uppfyllta þegar að tveir skrítnir gaurar sem heita Þöngull og Þrasi gefa honum hann en þeir höfðu einmitt stolið honum frá Morranum.

Lísa: Stelpa sem Hervör er að kenna galdrafræði, hún vill öllum stundum leika sér með múmínálfunum en þráir ekkert heitar en að verða norn. Hún er einnig dauðhrædd við Morran því að hann/hún hefur nokkrum sinnum elt hana því hún/hann vill leika sér með henni.

Pjakkur: Ólátabelgurinn í múmíndal, hann er blanda af álfi og einhverkonar broddgelti. Hann er alltaf að gera eitthvað ljótt og oft reynir múmínfjölskyldan að siða hann aðeins til. Hann þráir það heitast að ræna banka og verða atvinnuþjófur.

Tikkatú: Hún lifir í baðhúsinu niður með sjó í Múmíndal á veturna, ekki kemur almennilega fram hvað hún gerir eiginlega en hún er góðvinur múmínfjölskyldunar

Mímla: Hún er stóra systir Míu litlu og býr með henni í stóru húsi sem þær erfðu. Mímla er í burtu langtímum samann og gistir Mía Litla þá með múmínfjölskyldunni.

Ef þið hafið einhverjar spurningar um múmínálfanna þá endilega skal ég svara þeim því ég ætti að vera með doktorsgráðu í þeim.
Ég er líka með í bígerð að teikna kort af múmíndal og ég skal skrifa um nokkra þætti sem ég man svo vel eftir ef að þið viljið.

Ég vill líka bæta við Múmínálfasöngnum

Hverjir ætla enn á ný
já ykkur vera lofa á ný
að gelima ekki gríninu
og ganga á haustum og tríninu
það eru álfar,já múmínálfar

Krakkar allir kætast þá
er kostuglegan hóp að sjá,
sem ekki líkist öðrum hér
nei engum nem sjálfum sér

það eru álfar já múmínálfar,
Það eru álfar já múmínálfar
Það eru álfar já múmínálfar,
það eru álfar já múmínálfar

Babbababababa bababababba,
babababababa
bababababab babababababba,
babababababa


Ég hvet alla til þess að senda rafpóst til safndeildar eða dagskrárdeildar RÚV og biðja um að Múmínálfarnir verði endursýndir frá fyrstu seríu.
Og vil ég þakka Hrannari M,þó hann mætti aðeins slá af kröfunum

Kv Magnih
Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!