A bug's life/Pöddulíf - 1998 Guten Tag kæru hugarar. Myndin Pöddulíf kom út árið 1994 og var stíluð \“Meistaraverk\”. Pöddulíf fjallar um maurinn Flikk og hina maurana sem hann býr með í maurabúinu og lendir hann, og allir hinir maurarnir, í mörgum ævintýrum. Felix Bergsson talar fyrir Flikk, eins og í flestum þýddum Disneymyndum.

Pöddulíf - 1998

Leikstjórar : John Lasseter & Andrew Stanton
Handrit : John Lasseter & Andrew Stanton

-
Pöddulíf fjallar um maurinn Flikk og hans ævintýri. Flikk er ekki vinsæll í maurabúinu og er átalinn vitleysingur. Einn daginn, þegar maurarnir eru búnir að vera að safna mat allan daginn fyrir engisspretturnar, finnur Flikk upp nýja uppfinningu. Prinsessan, hún Atta, hefur ekki mikið alit á Flikk og álítur hann smán á maurabúið. Þegar viðvörunarbjallan fer í gang hlaupa allir maurarnir inn í búið, og vonast til þess að engisspretturnar komi, éti og fari, eins og þær hafa ávallt gert. Flikk hinsvegar er of seinn og hendir þessari fínu uppfinningu á matinn sem dettur ofan í poll. Sem er eins og á í þeirra augum. Engisspretturnar verða reiðar og hóta öllu illu. Þær fara og segjast ætla að koma aftur þegar síðasta laufblaðið er fallið, og þá eiga maurarnir að vera tilbúnir með mat, og tvöfalt af öllu.

Þegar dæma á Flikk, fyrir gáleysi sitt, kemur hann með hugmynd. Hann segist geta farið, af eyjunni sem búið er staðsett á, og fundið stærri og sterkari pöddur til að hjálpa við að berjast við engisspretturnar. Drottningin og aðstoðar menn hennar þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar, ef Flikk fer í burtu þá verður allt betra. Flikk fer því til frá eyjunni og allir fagna, hann heldur að maurarnir séu að fagna honum góðrar ferðar, en maurarnir eru að fagna því að hann er farinn og kemur ekki aftur. Flikk fer til Pödduborgar og hittir þar marga, en enginn vill hjálpa honum. Hann finnur þá misheppnað sirkúsfólk sem hann heldur að sé herpöddur. Hann fer með “herpöddurnar” heim í búið og þeim er tekið vel. Sirkúspöddurnar sjá fljótt að það halda allir að þær séu herpöddur. Þær flýja burt, en Flikk nær þeim og þá skeður eitt merkilegt. Þegar þær eru að fara lender litla drottningarbarnið í vandræðum, en ná pöddurnar að bjarga henni, og sanna sig fyrir maurunum.

Flikk kemst að því að foringi eingissprettana er skíthæddur við fugla. Hann tekur uppá því að búa til risafugl í þeirri von að hræða Skoppa, foringjann og þá kannski myndu engisspretturnar fara og aldrei koma aftur. Maurarnir fatta samt að þetta eru bara venjulegar sirkúspöddur og búa sig undir það versta. Einn daginn, þegar síðasta laufið fellur, koma eingisspretturnar aftur og vilja matinn sinn. Auðvitað er enginn matur til, því að allur tíminn fór að búa til fuglinn. Skoppi verður ævareiður og byrjar að ráðast á fuglana, segir þeim að fara að ná í mat og þannig. Þá fara Flikk og fleiri maurar og ná í fuglinn og fljúga niður. Það heppnast mjög vel, fyrir utan það að ein paddan kveikir í honum, og vinna maurarnir. Eins og áður þá endar þessi saga vel.

Takk fyrir mig.

Gert af : <a href=\“maitlo:Hrannar@bjossi.is\”>HrannarM</a>
Fyrir : www.hugi.is/<a href=\"http://www.hugi.is/teiknimyndir\">Teiknimynd ir</a>
Hrannar & Co - Bolirnir eru búnir í bili