Fyrir þá sem að hafa virkilega gaman af Simpson´s langar mér að benda á falda efnið [easter egg´s] á DVD diskunum. Á öllum seríunum er að finna eitthvað efni sem að er ekki auðveldlega aðgengilegt og því hef ég ákveðið að smella upp leiðbeiningum um hvernig hægt er að líta á þetta dót. Vel flestar aðgerðirnar eru þær sömu. Til þess að “velja” dót er yfirleitt ýtt til vinstri á fjarstýringunni. Þá sér mar hvað hefur verið valið. Annars vona ég að þetta virki hjá öllum :
Season 1. : ..á 3ja disknum : Fara í “Art of the Simpsons” (menu). Velja teiknimyndabókina hans Bart (ýta til vinstri)
og þá fer mar í gallerý með allskonar blaðacoverum með The Simps.
..líka á 3ja disknum : Fara á síðu 2 í “Extra features” “menu”-inu. Velja bolin hans Bart´s og þá fær
mar allskonar dót um boli tengda The Simps.
Season 2. : Diskur 1 : Fara í “language” menu-ið í “Two cars in every garage and three eyes on every fish” og velja Blinky. Þá fær mar að sjá einhvað þakkarbréf til David Silvermans.
Diskur 2 : Fara í “language selection” menu-ið í “Bart´s dog gets an F” og velja stykkið í munninum á honum (ýta til vinstri). Þá fær mar að sjá einhvern skets. Ef mar velur hausinn sem er til hægri þá fær mar annan skets í viðbót.
Fara í aðal Menu-ið í “Old money”, og ýta til vinstri. Þá fær mar einhvern skets.
Fara í “language selection” menu-ið í “Brush with greatness” og velja málverkið. Þá fær mar skets.
Diskur 4 : Fara í “language selection” menu-ið í “Three men and a comic book” og velja draslið sem að feiti gaurinn heldur á (ýta til vinstri). Þá fær mar skets.
Fara í “language selection” menu-ið í “Blood feud” og velja augun í hausnum. Þá fær mar einhverjar skissur. Svo getur mar valið Post-It miða þar, og þá getur mar fengið meira stöff.
Fara í “Special features” og velja storyboard - ið fyrir “Bart gets an F”. Fletta alveg þangað til að mar fær skjá sem að er hálf-þakinn hægra megin með Post-It miða. Velja þann miða. Þá fær mar að sjá storyboard fyrir þátt sem að var aldrei gerður.
( - Getur verið að þátturinn “old money” sé á disk 3 - er ekki viss… )
Season 3. : Diskur 3 : í “main menu” - inu skal slegið inn tölurnar 84763 og þá fær mar valmynd með “audio outtakes” [virkar reyndar ekki á öllum spilurum, en flestum]. Talan er upphæðin sem að birtist í byrjun þegar að Maggie er rennt yfir skynjarann í búðinni [birtist í 1/2 se
Diskur 4 : Fara í “Special features” menu-ið og slá inn 742. Þá fær mar nokkra sketsa [12 eða 13 sketsa held ég].
Þetta er allt það sem að ég hef fundið. Ég væri til í að fá að vita ef einhverjir hafa fundið eitthvað fleira, eða vita um eitthvað meira.
Svo má fólk alveg kommenta á ef einhverjar vitleysur eru í þessu hjá mér….en þetta á allt að vera rétt eins og það er.