Aladdín er ein uppáhalds teiknimyndin mín ásamt The Emperors new Groove (Nýi stíllinn keisarans). Þessar tvær myndir eru báðar frá Disney sem mér finnst vera LANGbesta teiknimyndafyrirtæki, en Dreamworks eru líka góðir. En í Aladdín er uppáhalds teiknimyndapersónan mín Jafar. Hann er snillingur, hann er með svo kaldhæðinn húmor og svo margt, margt fleira. Síðan er auðvitað Andinn líka mjög fyndinn með marga góða brandara. Ég get eiginlega sagt að næstum allar persónurnar í myndinni séu fyndnar. Samt jafnast enginn á við Jafar.
En örugglega allir þekkja Aladdín, enda eru til fjölmargar útgáfur af ævintýri hans. Til eru leiknar myndir og leiksýningar af sögunni. Myndin vann Óskarinn fyrir besta lagið, “A Whole New World” og líka fyrir bestu bakgrunnstónlist. Lagið “Friend Like Me” var einnig tilnefnt til Óskarsverðlauna fyrir sem besta lagið (vann þó ekki, fyrir þá sem fatta ekki :þ) og besta Sound Effects og besta Sound. Síðan vill ég segja í endann að mér finnst ekki barnalegt að fólk 10+ horfi á teiknimyndir, hafi gaman af og/eða safni þeim.