Í gær var fyrsti þátturinn af Family Guy sýndur á Skjá Einum. Ég tók þáttin auðvitað upp eins og ég mun gera við alla hina þættina og eiga þetta allt á spólu og svo get ég horft á þetta allt í einu þegar ég er kannski veikur eða einn heima og hef ekkert að gera eins og ég geri við Simpsons.
Þættirnir eru mjög fyndnir og húmorinn í Family Guy er mjög líkur og húmorinn í Simpsons en teikningarnar eru allt öðruvísi. Í fjöslyldunni í family Guy eru Pabbin, Mamman, tveir krakkar sem eru strákur og stelpa og síðan eitt lítið barn sem er strákur. Svo er líka einn hundur sem getur talað. Ég man ekki alveg nöfnin þeirra því að ég hef bara séð einn þátt en í næsta þætti mun ég ryfja þetta allt upp og læra þau.
Þátturinn byrjaði þannig að litla barnið var að leika sér með leikfangið sitt við matarborðið og mamma hans tók það af honum og þá var littla barnið að reyna drepa mömmuna með handsprengjum og allskonar vopnum í þættinum. En þátturinn var um það að Pabbin missti vinnuna sína og vildi ekki segja konunni sinni frá því og reyndi að fá einhverjar bætur og þá fékk hann 150 þúsund dollara á viku sem er ótrúlega mikið. Hann keypti allskonar dót handa þeim og hann lét svona vatn í kringum húsið eins og húsið væri höll því honum fannst þau ekki vera nógu vernduð. Hann keypti einhverja varastækkun fyrir litlu stelpuna og fleira. Svo þegar að konan hans komst að þessu þá fór hún í einhverja fýlu. Svo fór Pabbin og hundurinn í einhverja flugvél yfir fótboltaleik sem fjöslyldan var á og hann kastaði niður öllum peningnum og vonaðist til að hún sæi þetta. Svo var að kæra hann fyrir þetta og þá átti að láta hann í 24 mánuða fangelsi en þá kom litla barnið með leikfangið sitt og hann þá leifði dómarinn honum að fara heim. Þá spurði pabbin dómarann hvort hann gæti fengið vinnuna sína aftur og þá sagði dómarin: No, en þá kom litla barnið aftur með leikfangið og þá sagði hann: Yes. Svo var ekkert meira athyglisvert í þættinum.
Vona að þetta hafi verið nógu áhugavert!
Kveðja Birki