703 – Toilet Paper
Þátturinn hefst á því að bekkurinn er í föndurtíma og drengirnir eru settir í eftirsetu fyrir að leira getnaðarlim, Cartman stingur uppá því að þeir klósettpappíri húsið hennar. Þeir kaupa birgðir af klósettpappir og fara að klósettpappíra húsið hennar. Kyle vill helst ekki vera að þessu og fær samviskubit um leið og þeir eru búnir. Kyle mjög mikið samviskubit þegar hann fréttir að það taki 3 vikur að hreinsa húsið hennar. Mr. Mackey kallar strákanna á skrifstofu sína og halda þeir að hann viti eitthvað. Cartman birtist í hurðinni hjá Kyle þegar hann ætlar að segja mömmu sinni frá þetta og Officer Barbrady er að tala við dreng sem klósettpappíraði 600 hús í atriði sem líkist skuggalega Hannibal. Drengurinn nær að brjóta Barbrady niður með gömlum minningum úr lífi hans. Cartman er hræddur um að Kyle klagi þá og ætlar að drepa hann, Officer Barbrady talar við verslunareigandann sem seldi strákunum klósettpappírinn og Cartman tekur Kyle út á bát. Hann ætlar að berja hann til dauða á bátnum með hafnaboltakylfu. Officer Barbrady talar aftur við strákinn sem nær að brjóta hann aftur niður og fær hann aðra vísbendingu. Cartman er alveg að ná að drepa Kyle en Stan og Kenny koma á hjólabát út á vatnið. Þeir segja að einhver hafi verið hafinn verið handtekinn fyrir að hafa klósettpappírað húsið og var það enginn annar en Butters Stotch. Þeir ákveða að viðurkenna glæpinn en Cartman vill það alls ekki. Cartman tekur þá alla út á tjörn og ætlar að drepa þá með kylfunni sinni. Þegar þeir koma á skrifstofuna er Cartman búinn að viðurkenna og fá þeir allir 2 vikna eftirsetju nema Cartman sem fékk aðeins eina. Drengurinn sem klósettpappíraði 600 hús sleppur og í endanum er hann að fara að klósettpappíra Hvíta-Húsið.