Hann byrjaði á því að Hómer hringdi í NASA og hvartaði um að það væri alltaf verið að sýna leiðinleg geimskot í sjónvarpinu. NASA ákvað svo að setja venjulegan mann út í geim til að hækka sjónvarps áhorf geimskotanna. Þar sem Hómer hafði hringt og kvartað ætluðu þeir bara að senda hann út í geiminn. En Hómer hélt að þeir ætluðu að kæra hann út af símtalinnu svo hann sagði að þetta hafði verið Barney, en þegar Hómer heyrði af hverju þeir voru að spyrja um hann stökk hann á þá og sagði að þetta hefði verið hann. NASA gaurarnir voru ekki vissir svo þeir tóku þá báða.
Aðeins annar þeirra fékk að fara út í geim.
Þeir bönnuðu Barney að drekka og þá varð hann rosa góður í öllu og átti að fá að fara út í geim. En í fagnaðarveislunni drakk hann óáfengt kampavín og brjálaðist.
Þess vegna fékk Hómer að fara í staðinn.
Þegar þeir voru komnir út í geim kom í ljós að Hómer hafði smiglað snakkpoka með sér og þegar hann opnaði hann fór allt út um allt vegna þyngdarleysisins. Hómer stökk til að borða, atburðarrásin átti sér þannig stað að Hómer endaði með því að brjóta hurðarfestinguna og þeir komast ekki til Jarðar nema þeir finni einhverja festingu.
Í brjálæðinu braut Hómer litla stöng og ætlaði sér að berja einn geimfarann en mistókst og stöngin festist í hurðinni.
Hómer átti allan heiðurinn af björgun þeirra (líka heiðurinn á því að þeir þurftu björgun) en þegar þeir komu til Jarðar þökkuðu allir Stönginni en ekki Hómer og Stöngin átti daginn.
Þetta var mjög skemmtilegur þáttur og ég vona að hann hljómi eins vel hér og þegar ég sá hann
ég tel mig vera hugara!!!