Þátturinn byrjar þegar Hómer heldur að hann sé kominn til ársins 1939. því að útvarpið sagði svo. Hann stendur upp og segir “I have to warn everybody about Hitler!” Hann fer á fyllirí á vinnutíma og kemur heim timbraður og segir “Marge, what´s your favorite radiostation?” en Marge svarar ekki, og svo kemur innskot seinna um daginn þá segir Hómer “Well Marge? What´s your favorite radiostation?!” (Þú fattar þetta þegar þú sérð þetta)

Hómer hafði lofað krökkunum “A Speacial Saturday” og Lísa fær að velja hvert á að fara. Þau fara á sýningu þar sem Hómer veldur urzla og tekur skjal og eyðileggur það. Það mun kosta 10.000$ að laga skjalið og semur Hómer við fyrirtækið sem heldur sýninguna um að hafa risa sendi inná heimilinu og í staðinn mun fyrirtækið borga viðgerðina á skjalinu. Lísa kemur heim og sér að sendirinn er búinn að tala yfir herbergið hennar. En svo kemur snilld þegar Hómer segir Lísu að hún muni búa hjá Bart. Hann segir “Lisa, what´s your favorite movie of all times?” Lisa segir “The Little Mermaid until you taped over it” og hann ansar án þess að hlusta á hana “That´s right, The Odd Couple” og syngur lagið, þetta atriði er algjör snilld.

Marge kemst síðan að því að hún getur hlerað gemsasímtöl allra Springfield búa út af sendinum og nýtir hún sér það. Lísa fer til læknis út af magaveiki og hann segir henni að magaveikin stafi af stressi og mælir hann með að þau fari og fái sér jurtate. Hómer og Lísa fara í þannig búð og konan í búðinni stingur uppá því að þau fari í baðkar þar sem þau liggja lengi og á meðan þau liggja koma innheimtumenn og taka allt inní búðinni þ.a.m baðkarið sem Hómer liggur í, þeir sleppa samt að taka baðkarið sem Lísa er í og ætla að taka það í seinni ferðinni.

Á sama tíma er Marge að hlera símann og Bart platar hana en Marge rotar Milhouse. Þegar innheimtumennirnir eru komnir af stað dettur baðkarið hans Hómer út úr bílnum á ferð og lendir á mörgum stöðum t.d sex fetum undir jörðu, í fjöru en svo aftur í búðinni. Lísa gerir sér grein fyrir hvað Hómer elskar hana mikið og fer með honum á klessubíla rallí.

Mjög góður þáttur.

Kv,
HrannarM.