Þátturinn 26/9 ' 03 Þátturinn í dag/gær þann 26/9 var skemmtilegur. Hann fjallaði af mestu leyti um Abe Simpsons, pabba Hómers og ætla ég að skrifa smá umsögn.

Þátturinn byrjar þegar Hómer er að bíða eftir að XFL byrji í sjónvarpinu en Marge kemur inn og segir honum að hún beri skelfilegar fréttir, það verður ekkert XFL þetta árið, né næstu. Þá hringir síminn og rödd segir henni að Abe Simpson sé látinn. Hómer fer að grenja og fara þau og heimsækja staðinn þar sem hann á að hafa drepist, en þá gengur Abe inn og segist aldrei hafa drepist heldur var það maðurinn í næsta herbergi.

Ný kona kemur inná elliheimilið sem Abe dvelur á og verður Abe hrifinn. Hún kemur samt fram við hann eins og skít en hann er staðráðinn í að vinna hjarta hennar en svo klessir hann bíl Hómers og konan stingur af með öðrum manni. Hann rænir bílnum hennar Marge og tekur Bart með sér og fer á eftir manninnum og konunni.

Hann eltir þau langa leið og fer inná skemmtistaðinn þar sem þau eru og stendur uppá sviðinu og segist hafa keyrt alla leið frá Springfield til þess eins að gefa sérstakri manneskju skilboð. Hún fer uppá svið til hans en þá svívirðir hann hana og hún hleypur grenjandi af sviðinu.

Hómer og fjölskyldan nær honum og fer með hann heim. Mig minnir að þetta hafi verið endinn. Ef svo er ekki endilega leiðréttið mig.

Kv,
Hrannar M.