Ég man að þegar ég var þriggja ára var eina sjónvarpið á heimilinu hjá mömmu og pabba. Ég lá stundum tímunum saman inni hjá þeim að horfa á sjónvarpið með þeim og í uppáhaldi hjá mér var Hemmi Gunn. Eins og HrannarM sagði í grein sinni þá voru Simpsons á eftir þeim og pabba fannst þeir svo skemmtilegir þannig að ég fylgdist með líka. Ég skildi þá ekki ensku sem ég skil ágætlega í dag en það sem mér fannst skemmtilegt við þættina var Bart og öll prakkarastrik hans og stundum þegar eitthvað rosalegt gerðist spurði ég pabba \“hvar var hann að segja, hvað var hann að segja???\”. Þegar ég var c.a. 5 ára og lærði að lesa horfði á upptökur systkina minna og las textann með en það sem ég las ekki hratt þá gat ég ekki alltaf náð því sem sagt var. Þegar ég fór svo í 1. bekk og lærði almennilega að lesa(las ~160 orð á mínútu 6 ára) þá fór ég að hlæja að þáttunum og eftir því sem ég eldist þá varð áhuginn meiri. Þegar Simpsons voru færðir á Stöð 2 fékk ég meiri áhuga fyrir þessu og urðu þeir komnir í svo mikið uppáhald hjá mér að ég fór að horda svo mikið á þá að ég var kallaður Bart af frændfólki mínu þó að ég hafi ekki verið svo líkur honum. Þegar ég var 10 ára var einn bekkjarbróðir minn sem fékk svo rosalega Simpsons dellu og þegar ég komst að því að fósturpabbi hans tók upp alla þætti af Simpsons sem höfðu verið sýndir í íslensku sjónvarpi þá fór ég að eyða öllum stundum með honum og það eina sem við gerðum var að horfa á Simpsons. Enn þegar hann flutti hætti ég því enn ég horfi samt ennþá á sirka 3 þætti á dag sem ég á á tölvutæku formi.
Með Simpsonskveðju AlmarD