Jæja ég ætla að skrifa hérna aðeins um sögu simpsons og þannig ég skrifa þetta til að fólk viti svolítið um simpsons annað en að þetta eru gulir fyndnir kallar :)
Að lesa þessa grein er vondandi skemmtilegt og vona að þið lærið á henni.
Fyrsta sem ég ætla að segja frá er þessi frábæri höfundir sem átti hugmyndina og gerði alla þættina þessi maður hafði nafnið Matt Groening og er hann íslandsvinur hann hefur nokkrum sinnum komið hingað í bláfjöll. Matt byrjaði ungur að teikna og var alltaf að teikna og fyrsta teiknimyndin sem hann gerði hét “Life in hell”
og hét aðal sögupersónan þar var Kanínan Blinkey já ef þið kannist við það er Blinkey fiskurinn með 3 augu sem bart fékk. Og í einstökum búðum enþá.
Einn daginn fékk Matt símtal frá manni að nafni James L Brooks sem núna er aðstoða framleiðandi simpsons og bað hann um að gera teiknimyndaseríu hann hafði lengi hugsað sig um og ákvað að gera það.
Þegar Matt var búinn að ákveða hverjar persónurnar ættu að vera byrjaði hann að ákveða nöfn hann ákvað að draga nöfnin úr fjölskyldu sinni og pabbi hans Matts var kallaður Homer þannig hann hafði nafnið Homer mamma hans hét Margaret en honum fannst Marge fyndnara. Matt átti tvær systur sem hétu Lisa & Maggie en upphaflega hafði hann bara ákveðið að hafa eina dóttur en hann bætti við einu kornabarni sem var ekki slæm hugmynd og hann ákvað að hafa nöfnin þau sömu og á systrum hans. Síðasta nafnið var ekki tekið úr fjölskyldu Matts heldur hann gerði nafnið Bart. Nafnið Bart var ekki bara upp úr þurru, Bart átti að vera óþektarangi og hann dró nafnið úr enska orðinu “Brat” sem þýðir Óþektarormur. Þá er sagan bakvið nöfnin í fjölskyldunni komin.
Simpsons fjölskyldan kom fyrst árið 1989 og var þá þátturinn sýndur á “Fox commissioned” með 13 þáttum í fullri lengd (20 mins) þátturinn var enþá svolítið óunninn eins og sést á fyrstu þáttunum en engu að síðu urðu þættirnir geysivinsælir.
Frá upphafi átti Bart að vera aðalpersónan en eftir nokkrar seríur virtist það vera að Homer væri vinsælari og byrjuðu þeir að beina sér aðeins meira að honum.
Simpsons fjölskyldan er búinn að vera í meira en 12 ár og eru þeir enþá besti hluturinn í sjónvarpinu!
Ég vona að þið hafið aðeins lært á þessu og vitið nú meira um þessa fjölskyldu.
Kv. Gspeed (Robbi)