Tilraun til að koma í veg fyrir að þetta áhugamál verði lokað og læst.
—
Veran og ég - The thing and I
Um miðja nótt vakna systkinin, Lísa og Bart, við hávaða upp á háaloftinu. Þau spyrja Marge og Homer um málið sem vilja ekkert segja. Fyrr en varir kemur í ljós atburður sem var leyndur fyrir Bart. Hann á tvíburabróður af hinu iiiillla…
-
Hrollvekjandi þáttur í meðallagi. Mæli samt með honum.
—
Sköpunarskálin - The Genesis tub
Lísa er að vinna að vísindaverkefni fyrir skólann sem fellst í því að eyðileggja gosdrykkina fyrir öllum. En öllum að óvörum skapaði hún líf. Verurnar túlka hana sem guð og drógu hana inn í sinn örlitla heim.
-
Þátturinn er góður og sýnir vel hvernig hin sérkennilega trú okkar gæti verið í raun.
—
Borgarinn Kang - Citizen Kang
Hver kannast ekki við stóru, ljótu og grænu geimverurnar Kang og Kodos? Í þessum þætti reyna þær að stjórna heiminum með því að bregða sér í líki Clinton´s og Bob Dole, “leiðtogum heimsins” á þessum tíma.
-
Einstaklega fyndinn þáttur og góður.
—
Kölski og Hómer - The Devil and Homer Simpson
Einn dag í kjarnorkuverinu uppgötvar Hómer sér til hrellingar að allir kleinuhringirnir hans eru búnir! Hann ákveður þess vegna að selja sálina til Djöfulsins (sem er í líki Ned Flander´s) til að fá sinn hjartkæra mat aftur.
-
Ágætis sjónvarpsefni.
—
Skelfileg skólaferð - Terror at 5½ feet
Bart fær slæma martröð. Hann sér fyrir sér að hann og skólafélagar eigi eftir að deyja í hræðilegri ferð með skólavagninum. Síðan eyðir hann meginhlutanum af þættinum í að sannfæra alla um að litlir púkar séu fyrir utan vagninn.
-
Mér fannst hann vera heldur slæmur og mæli ekki með þættinum.
—
Drakúla - Dracula
Eins og nafnið gefur til kynna er þetta blóðsuguþáttur eða ,,grín útgáfa af kvikmyndinni “Bram Stokers Dracula” líkt og SBS segir á síðunni sinni.
Burn´s bíður öllum í heimsókn til Pensilavíu. Fyrr en varði komast Lisa og Bart af því að eitthvað gruggugt er á seyði.