Varstu nokkuð að overclocka? Mig minnir að ég hafi fengið svona boð þegar ég var að fikta í minnisstillingum eða bus stillingum…
Þú getur prófað að taka harða diskinn úr sambandi, fara í BIOSinn og eyða honum út þar, tengja hann aftur og láta svo BIOSinn finna hann sjálfvirkt aftur. Þú missir engin gögn með þessu, nema þú náir að á einhvern kraftaverkahátt að klúðra þessu ;) (won't happen!)
Mjög einfalt. Opnar tölvuna, finnur harða diskinn sem er líklega nálægt floppy drifinu. Í hann liggur flatur grár kapall (kallast “flatkapall”) og líka 4 snúrur sem eru fastar á 1 tengi. Semsagt 2 snúrur liggja í kapalinn. Þessi grái er gagnakapallinn og þessi litli er rafmagnið.
Aftengdu þennan gráa og kveiktu á tölvunni, farðu í BIOSinn og keyrðu “IDE HDD Auto Detection” og/eða (“og” til að vera viss) farðu í “General Settings” og eyddu út öllum drifum þar, þeas. stilltu á “None”. Slökktu síðan á henni og tengdu kapalinn aftur. Farðu svo aftur í BIOSinn og keyrðu aftur “IDE HDD Auto Detection” og sjáðu hvort þetta lagar eitthvað. Mundu bara að velja “Save and exit” þegar þú ferð úr BIOSnum.
Athugaðu að flestir nýlegir (eftir 1996/7 eða e-ð) flatkaplar hafa hak á sér sem hindra það að hægt sé að snúa honum vitlaust. Annars er reglan sú að rauða línan á að snúa að rafmagnstenginu. Þú skemmir ekkert með því að snúa honum vitlaust, þá bara finnur hún ekki diskinn.
Kannski þarftu bara að formatta eða e-ð… fdiska til að vera viss. Þú getur líka prófað að “resetta” CMOS stillingunum og fá þá upp default stillingar sem ættu alltaf að virka.
Don't worry, be happy :)