Í fyrsta lagi helst ekki taka lán ef þú átt ekki fyrir hlutnum, hvað þá tölvu.
En ef þú vilt sannfæra banka um tölvulán (sem ég veit ekki hvort sé enþá til) þá þarftu að sýna fram á að þú getir borgað af því. Hvort sem það er með vinnu sem þú verður í eða pening sem þú átt ( en þá væri ekki tilgangur í láni)
Og þeir skoða tekjur þínar og miða vexti við þá ef þeir eru ekki fastir fyrirfram sem mér finnst líklegt.
Og ef það er ekkert um það á síðunum hjá bönkunum finnst mér ólíklegt að þeir bjóði upp á það.
Einnig finnst mér ólíklegt að þú “þurfir” tölvuna ef þú ert ekki að fara í skóla strax né hún nýtist þér til alvöru vinnu.
Bætt við 17. desember 2010 - 20:26
Annars bjóða sum fyrirtæki upp á niðurgreiðslur sem væri skársti valmöguleikinn. Sem er samt slæmt þar sem það bætist oftast þónokkuð ofaná það.
=staðgreiddu