Ég er sosum engin expert en þekki nokkra sem hafa fengið sér Acer , Packard Bell og þær hafa margar bilað innan 2 ára.
Speclarnir yfir Acer vélinni eru ekkert til að kvarta yfir?
HP , Dell ,Alienware , Lenovo eru bestu merkin.
Það sem mig finnst vanta er betri upplausnir á skjánum (Alienware 1920x1080 á 15.6“).
Á sjálfur gamla Compaq Evo N800c með 15” og upplausn sem er 1400 x 1050 og ég mun aldrei líta við upplausn sem er 1366x768 og er fyrir blinda.
Svo er ekki í vegi að skoða hvar loftinntakið er fyrir örgjörvan sem er oftast undir vélinni sem er ókostur allavega ef þú ert með hana ofan á löppunum !
Kveðja.