Þannig er mál með vöxtum ég er með fartölvu en fékk svo stóran tölvuskjá gefins sem mig langar að nota ef ég er að horfa á video eða eitthvað álíka úr tölvunni.
Ég tengdi skjáinn við tölvuna með HDMI snúru og það virkaði alveg, fékk mynd á skjáinn og alles en svo þegar mig langar að horfa á eitthvað, eða hlusta þá kemur ekkert hljóð því það eru engir hátalarar á skjánum sjálfum þannig ég var að spá ég er með mjög gott hátalara system á tölvunni er enginn séns að tengja þetta þannig að ég sé ennþá að nota hátalarana úr tölvunni þó þetta sé tengt ? Er engan veginn með peningana eða plássið í að kaupa mér hátalara líka .. þakka alla hjálp :)