Góðan dag.
Nú hef ég ekki keypt mér nýja tölvu í að verða 3 ár og það var síðast MacBook - ég ætla núna að fara kaupa mér nýja og í þetta skiptið er ég nokkuð viss um að mig langi í öfluga borðtölvu, draumatölvan er iMac en verðið á þeim er alveg vangefið svo það er ekki alveg að fara gerast.
Þar sem að það eru komin 8 ár síðan ég keypti mér borðtölvu síðast þá er ég voðalega lítið inni í þessu og er búinn að vera skoða mig um á netinu og líst vel á www.att.is og hef fundið tvö tilboð sem heilla mig nokkuð:
- Tilboð 1
- Tilboð 2
Munurinn á þeim sýnist mér í fljótu bragði aðeins vera skjákortið en það fer úr 512mb í T1 og yfir í 1024mb í T2.
Mig langar bæði að vita hvort einhver hafi sögur af þessu fyrirtæki og hvort þjónustan þarna sé áreiðanleg ef eitthvað kæmi uppá og almennt góðar vörur?
Tölvulistinn kemur held ég ekki til greina hjá mér þar sem vinur minn er nýbúinn að kaupa sér tölvu þarna sem kom bæði meðg allað vinnsluminni sem og harðan disk og hefur hún legið þarna hjá þeim í meira og minna 3 vikur - í hnotskurn, glötuð þjónusta og vill ég ekki styrkja það fyrirtæki.
Í von um góð svör, Bring.