Ég er með tiltögulega nýja Packard Bell EasyNote TJ65 fartölvu og hún er með pínulítinn mikrófón innbyggðann fyrir ofan skjáinn, vinstra megin við webcamið. Þegar ég prófa að nota Skype þá heyrir fólk mjög lítið af því sem ég segi því hljóðið er alltaf að detta út. Prófaði líka að taka upp það sem ég sagði og viti menn, ég heyrði bara 20% af mínum eigin orðum því hljóðið/talið var alltaf að detta út…
Er míkrófónninn bilaður…eða er hægt að stilla þetta eitthvað?
Ath. Hátalarnir eru 100% í lagi hjá mér. Get horft á myndir og hlustað á tónlist…