Ef einhver getur aðstoðað og leysir vandamálið lauma ég á hann pjéning….það er bara þannig!
Ég semsagt er með Toshiba fartölvu. Nú er það þannig að C: drifið hjá mér er alltaf að klára minnið. Ég hendi og hendi út en alltaf minnkar það og minnkar aftur. Fyrir 3-4 dögum losaði ég 4 GB en nú á ég bara 2,2 GB. Ég fer alltaf í Disk Cleanup. Er ekki að ná í nein forrit og eina sem ég geri er að horfa á streaming þætti og þess háttar. Fer það ekki bara í temp folder sem að tæmist eða þarf ég að tæma það handvirkt?
Hjálp væri gríðarlega vel þegin og launuð ef virkar!