Hvernig á að losna við Imagehost msn spam vírusa ? Er búinn að reyna að lesa mér til á netinu um imagehost víruslinkana sem margir eru að senda án þess að vita af því.

Þetta lýsir sér þannig að ég ert að tala við félaga á MSN. Í nokkrum tilvikum þá kemur ekki setningin sem ég hafði skrifað til félaga míns, heldur kemur linkur á vefslóð í staðinn. Fyrir mér stendur það sem ég var að segja, en hjá honum sér hann link.

Læt hér fylgja með screenshot sem var tekið af félaga mínum sem ég var að spjalla við.

Ég er búinn að fara í gegnum nokkur forrit til að scanna tölvuna mína

Avast Home Edition (vírusvörnin mín)
Spybot Search & Destroy
Ad-Aware

Þar sem að það skilaði ekki árangri ákvað ég loksins að fá mér nýtt MSN, og er samtalið á screenshotinu tekið af nýja MSNinu.

Ég er með password sem að inniheldur bæði stóra og litla stafi, ásamt tölustöfum sem eru enganveginn tengdir mér, svo að það er ekki auðvelt að finna uppá því.

Eru fleiri hérna sem eru með þetta? Og þeir sem að hafa lent í þessu endilega deilið með.

Hinsvegar, þeir sem að hafa náð að losna við þetta bið ég endilega að setja hér inn hvernig á að gera það.

Þið gætuð bjargað mannslífum ;)

;; ef ykkur þykir screenshotið ekki nógu stórt til að sjá stafina þá er myndin hér > http://farm3.static.flickr.com/2735/4326803800_0c580b3f17_o.jpg < ;;