Maður hefur pening alla jafna milli handa, sé maður loðinn um lófana.
Annars á ég ekki svona vél og hef komist af ágætlega án hennar í gegnum menntaskóla. Hún er mikið notuð til að skrifa inn texta fyrir próf (i.e. svindla) en yfirleitt er þeim textum hent af viðkomandi yfirvöldum. Mín ráðlegging, sértu sæmilega vel að þér í stærðfræði, er að nota bara eina af þessum flatari og ódýrari, t.d. Casio fx-350MS, sem er mjög þægileg. Ef ekki ertu illa settur.