External drif = flakkari; harður diskur sem er ekki skrúfaður fastur inní turnkassann
Drive letter = Bókstafurinn sem merkir drifið í Windows stýrikerfum. Defaultið á system harða diskinum er t.d. C, þess vegna er oft talað um C drif (eða C:\ drif, vegna þess að þannig birtist það í directory slóðum). Ef þú tengir flakkara við tölvuna þá gefur stýrikerfið honum bókstaf, almennt fremsta bókstafinn í stafrófinu á eftir þeim sem eru þegar fráteknir. Svo ef þú tengir flakkara með tónlist á, hann fær bókstafinn E, og þú setur tónlistina af honum inn í iTunes þá eru slóðirnar á lögin að vísa á E-drifið. Svo aftengirðu flakkarann, tengir t.d. USB-lykil (sem fær þá úthlutað bókstafnum E), tengir svo flakkarann aftur (og hann fær F í þetta skiptið) og reynir að hlusta á tónlistina í iTunes, þá virkar það ekki vegna þess að iTunes heldur að tónlistin sé á E drifinu en hún er í rauninni á F.
Getur verið að eitthvað svona hafi gerst?
Ef ekki, þá þarftu líklega bara að henda tónlistinni út úr libraryinu og setja hana inn aftur, og ég mæli með að haka við möguleikann í iTunes properties til að fá það til að skipuleggja tónlistina fyrir þig, það er lang þægilegast og kemur nánast í veg fyrir svona vesen aftur (svo lengi sem þú ferð ekki að breyta neinu í \Music\iTunes Music\ möppunni).
Peace through love, understanding and superior firepower.