ég á acer aspire fartölvu og í nótt varð hún batteríis laus og það kviknar ekki á henni, ég er búinn að prufa nýtt hleðslutæki og það virkar ekki heldur. veit einhver hvað ég get gert?
Jú mikið rétt , það er gott að tæma batteríið. En í tölvum er þetta öðru vísi miðað við gsm-síma.
Gemsinn er með búnað sem slekkur á símanum þegar hleðslan er orðin veik. Batteríið í tölvunni “treystir” á að notandinn slökkvi í tæka tíð. En þegar tölvan er keyrð á veiku batteríi og á einhverju tímapunkti þar tölvan straum úr batteríi sem hefur ekki hleðslu verður til spennusveifla. ÞAÐ ÞOLA TÖLVUR EKKI !
Taktu rafhlöðuna úr tölvunni, og ekki hafa hana heldur í sambandi við hleðslutækið í svona ca 1 mínútu. Settu svo bara hleðslutækið í samband við tölvuna, og athugaðu hvort hún ræsi ekki upp. Kveðja habe.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..