Sælt veri fólkið.
Ég var að spá í hvort einhver gæti mælt með turntölvu sem er nokkuð skotheld í leiki, til dæmis World of Warcraft, Guildwars og allskonar aðra online leiki.
Ég hef skoðað það sem helstu tölvubúðirnar hafa upp á að bjóða, en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hundsvit á því hvað er gott og slæmt í leiki þessa dagana þegar kemur að skjákortum, móðurborðum og öðru slíku.
Verðhugmyndin er allt að svona 140þús ca. Eitthvað um 100þús kallinn væri ákjósanlegt, en ég held það sé full mikil bjartsýni.
Ég er sumsé að leita að bara turni með stýrikerfi fyrir þetta verð, ekki pakkatilboði endilega með mús, lyklaborði og skjá.