Ég er búinn að setja upp Excel skjal og það er eiginlega alveg tilbúið. Ég ætla að gefa þetta skjal út til dreifingar. :)
Þetta er skjal sem reiknar út stöðu riðla á EM í Handbolta á næsta ári. (Stefni að því að gera þetta líka um HM en ég bíð fyrst eftir að þar verði dregið í riðla).
Þá er hægt að fylla útí töfluna hvernig leikirnir fara og sortera síðan riðlana og milliriðlarnir og allt er tilbúið.
En mig vantar tvennt til að þetta geti orðið tilbúið.
1. Til að sortera riðlana er ég búinn að gera Macro sem sorterar öllum þessum riðlum. Það sem ég þarf að vita er hvernig ég bý til takka sem fólk getur bara ýtt á svo það þurfi ekki að læra shortcutin mín utan að?
2. Hvernig læsi ég einstaka sellum í skjalinu án þess að læsa öllu skjalinu?
Vil fá protection sem sagt á allar formúlurnar sem ég geri til að vernda það að fólk sem kann alls ekkert á Excel fikti í þeim og hendi þeim jafnvel óvart út :)
P.S. ég styðst við Excel 2007 ;)