Myndi nú ekki reyna að uppfæra þessa vél, þú ert nú þegar búinn að henda prins í Harlem með þessu setupi.
Þú ert með fínasta örra og skjákort, en það er grunnurinn á þessu sem er alveg að fara með mig.
Móðurborð segja rosa lítið uppá afköst, en þetta móðurborð er alveg low-end, hefði aldrei sett þetta saman með þessu borði, yuk.
Getur keyrt Crysis í ásættanlegt framerate á 24" kvikindi í 1920x1200 AFx16 og AAx16 sirka 30fps með kort eins og HD4870 ásamt þokkalegum Dual-Core (sirka 2.5ghz)
En ef þú villt keyra hann í hæðstu gæðum í vert synci á LCD mónitor (60fps) þá erum við að tala um eitthvað Crossfire, SLI setup.
Bætt við 9. júní 2009 - 02:47
Svo eins og ég talaði um, það skiptir máli á hvernig skjá þú ert á.
Þú getur örugglega keyrt Crysi´s í hæðsta með DirectX9 á 17-19" skjá með þessu setupi, þótt 8800gts 320mb sé eldri tækni en notast er við í dag, er ekkert svo viss að þú nærð að blasta hann með DX10.
Ef þú ert á stærri mónitor og vilt ódýrstu mögulegu uppfærslu þá væri það bara að skipta skjákortinu+aflgjafa ef þess er nauðsyn.
T.d. eins og HD4870 eða GTX260.