Ég á Acer fartölvu sem er rétt 3ja og hálfs árs. Hún er í fínu lagi nema það að lyklaborðið er orðið svolítið tregt. Sumir takkarnir virka ekki nema sé ýtt frekar fast á þá, sem er frekar böggandi til lengdar og sérstaklega þegar ég er að vinna í ritgerðum og lengri textum.
Mín spurning er sú hvort ég geti gert eitthvað sjálf til þess að laga þetta? Eða þarf ég að fara með hana í viðgerð? Ég hef prufað að taka upp takka og ath hvort það sé eitthvað mikið ryk og rusl undir þeim en svo er ekki.

Takk:)