Jæja ákvað að reyna að spurja ykkur hérna megin hvort þið vitið svör við þessu :-)
Málið er að ég var að fá nýja tölvu frá Noregi, Compaq PresarioCQ60 ef það skiptir eitthverju máli. En það var allt komið í hana þegar ég fékk hana (uppsetning á word og því öllu). Þegar ég ætlaði svo að opna word biður hun mig um lykil sem á að vera aftan á tölvunni minni, ég er búin að skrá hann eflaust 300 sinnum inn, en alltaf kemur rangt leyninumer. Þetta er samt Product key, sem hún biður um og ekki vitlaust skrifaður.
Ég get einugis opnað forritið 4 sinnum enn, og þá verð ég endanlega að skrá Product key inn.
Ég skil ekkert hvað er i gangi.. Var þetta bara eitthver demo sem á að gilda 25 sinnum ? Semsagt ekki fulltilbúið ?
Ég vona að eitthver sem kann á þetta geti svarað mér ;-)