Ekki svona orðbragð!
Vinsamsegast reyndu að venja þig á að nota ‘Ö’ í staðin fyrir ‘A’ í orðinu ‘Tölva’.
Ég hef ekki hugmynd hvað er að tölvunni þinni, en þú getur prufað þetta tvennt og athugað hvort það hjálpi:
(Ath ég reikna með því að þú hafir aðeins einn harðan disk í tölvunni þinni, þessi 2 ráð ætti allaveganna að nota á harða diskinn sem stýrikerfið er á, sem er í næstum öllum tilfellum C drifið, en ef þú ert með fleiri harða diska þá mæli ég með því að nota þetta á þá líka)
1.
Scandisk-aðu tölvuna þína.
Farðu í start -> run, skrifaðu “scandisk” og ýttu á OK. Hafðu “automatically fix errors” á og veldu “thorough” scan. Vertu viss um að harði diskurinn sé valinn í glugganum (þetta er oftast C drifið). Ýttu á ok eða begin eða hvað það er til þess að byrja. Þetta mun taka langan tíma og það er HARÐBANNAÐ að gera eitthvað annað i tölvunni á meðan, annars mun þetta byrja upp á nýtt.
2.
Defraggaðu harða diskinn:
Farðu í start -> run, skrifaðu “defrag” og ýttu á OK. Veldu alla harða diskana og ýttu á OK. Þetta mun taka langan tíma og það er HARÐBANNAÐ að gera eitthvað annað i tölvunni á meðan, annars mun þetta byrja upp á nýtt. Minimize-aðu forritið til að þetta verði búið örlítið fyrr.
Ef ég er að of-einfalda þetta fyrir þér, þá biðst ég afsökunar á því.<br><br><B><FONT COLOR=#7D0000 FACE=“Copperplate Gothic Bold”>Þetta er ekki frumleg undirskrift.</FONT></B