Það er mjög misjafnt hvort það falli undir ábyrgð þegar skjáir á fartölvum brotna þar sem slíkt á auðvitað ekki að geta gerst við eðlilega notkun og það er það sem ábyrgðin gildir um.
Oftast er það í ábyrgðar skilmálum að ábyrgðin takmarkast við það sem ábyrgðar aðili flokkar sem eðlilega notkun.
Besta lausnin er auðvitað bara að tala við EJS og einnig er mjög gott ráð að tala við tryggingarnar þar sem heimilis tryggingin ætti að gilda um þetta er hundurinn þinn olli þessari skemmd.
Ef að skjárinn er brotinn þá er ekkert ólíklegt að þetta flokkist ekki undir ábyrgð.
Tryggingar eru líklegast það sem þú þarft að sækjast eftir, en slíku fylgir einnig alltaf sjálfsábyrgð.