Ákvað að senda inn spurningu hérna því að ég hef oft fengið svör sem leysa vandann minn.
Málið er þannig að ég er með Windows Vista í Packard Bell ferðatölvu sem ég keypti fyrir svona 7-8mánuðum síðan.
Það sem gerðist var að ég fékk vírus gegnum leikjanet að ég held, það var forrit sem var komið upp og hét AntispywareBot eða etitvahð , ég held að ég hafi náð að eyða þeim vírus út með Avast & Search & Destroy.
Núna finnur tölvan ekki músina sem er á borðinu, LANkortið(Þráðlausa), Geisladrifið en samt sem áður kemst ég inn í windows og get notað mús tengda gegnum USB.
Hvað er þetta eiginlega og hvað get ég gert til að laga þennan vanda?
Kveðja, Þóri