Sælinú,

Fullt af skemmtilegum vandamálum í fartölvunni minni þessa daganna, hefði gaman að því að fá einhverja hjálp við að lagfæra allavega einhver af þeim.
Í fyrsta lagi virðist hún hafa verið örlítið hægvirkari en vanalega síðustu mánuði. Í fyrstu hófst það þegar hún ofhitnaði við örlítið álag og drap í sífellu á sér, ég lét bókstaflega ryksuga hana og þá skánaði hún mun betur. Ofhitnar ekki lengur en það sem breytist ekki er það að það tekur hana alveg gífurlega langan tíma að starta sér þegar ég kveiki á henni og CPU Usage er alltaf mjög hátt, jafnvel þótt lítið sem ekkert er í gangi. Já og nokkrum dögum áður en ég læt ryksuga hana þá byrja marglitar línur að birtast á skjánum…Þeim fer hægt og rólega fjölgandi og ég hef bókstaflega enga hugmynd um hvað þær virðast vilja gera hérna.
Já og hljóð í tölvunni höktar reglulega, rosalega leiðinlegt þegar maður hlustar á almennilega tónlist og svo hikstar það í sífellu.

Einhver? :)

Já og ég get beinlínis ekki keypt mér nýja tölvu, allavega ekki í langan tíma þökk sé þessu unaðslegu ástandi efnahagsins okkar. Væri helst til í að komast hjá því að formatta hana.