Mér langaði svona að fá álit ykkar á þessu og endilega segið mér eithvað svona svipað efað þið hafið lent í því.
En allavega, ég fékk tölvu í fermingargjöf í apríl 2006 Er semsagt búin að eiga hana 2 ár og 8 mánuði. Hún var mjög góð fyrst en svo allt í einu bilaði hún eithvað og var í viðgerð í eithvað um 2 mánuði þá var diskadrifið farið og þarna var ég kannski búin að eiga hana í ár. Ekki einu sinni það svo fór hún aftur í viðgerð einhverju seinna man ekki alveg hvað var að henni og hún virkaði alveg fínt eftir það. Svo nokkru seinna þá byrjaði hún alltaf að ofhitna og drepa á sér og ég fór með hana í 3 skiptið í viðgerð hjá þeim og svo eftir 2 vikur var hringt og sagt að það væri ekkert að henni hún væri bara óhrein að innan og svo var ekkert haft meira samband. Mamma hringir svo eftir 2 vikur og spyr bara afhverju í óskupunum við meigum ekki bara ná í tölvuna fyrst að það sé ekkert að henni og þá komust þeir að því að viftan var farin og virkaði bara svona þegar að henni hentaði. Heyrðu þeir þurftu svo að bíða í einhverja 2 mánuði eftir að fá viftuna senda að utan, já mjöööög hröð þjónusta og svo var maðurinn sem að sá um tölvuna mína bara veikur í einhvern slatta tíma og nei enginn annar gat séð um hana á meðan síða endaði þetta þannig að við fengum tölvuna svona 3-4 mánuðum eftir að hún fór í viðgerð. Svo núna fyrir svona 3 mmánuðum eyðilagðist hleðslutækið og neei nýtt hleðslutæki kostaði 11 þúsund krónur okkur datt náttúrulega ekki í hug að kaupa nýtt hleðslutæki á 11 þúsund kall þegar að snúran var bara búin að opnast og rifna upp, og þeir gátu sko alls ekki gert við þetta þannig að mamma fór með hleðslutækið í einhvert verkstæði, man ekki 100% hvað það hét og kallinn lagði það á 5 mínútum og tók 1000 karl fyrir. Svo núna í gærkvöldi þá drepur talvan á sér og bara vill ekki kveikja á sér en samt er ljósið framan á henni í sambandi við að hún sé að hlaða sig. Talvan hefur gert þetta nokkru sinnum áður en þá kveikir hún alltaf á sér eftir svona um 2 klukkutíma. Ég hringdi niður í Opin Kerfi áðan og þá er bara sagt að það sé náttúrulega engin ábyrgð lengur á tölvunni og þeir geti bara ekkert gert útaf hún er ekki í ábyrgð nema að rukka alveg morðfjár fyrir það.
Maður býst nú við að efað maður kaopir tölvu á yfir 130þús. kall að hún endist í meira en 2 og 8 mánuði það mundi ég allavega halda. Mér var gefin þessi talva í fermingargjöf svoað ég gæti notað hana þegar að ég myndi byrja í framhaldsskóla en nei það var ekki hægt útaf hún var bara orðin svo treg og leiðinleg, mamma og pabbi hefðu getað farið í bt eða elko og keypt þar 2 tölvur á verði þessarar og þær myndu örugglega ennþá virka allavega þekki ég 2 semað fengu bt tölvu í fermingargjöf og þær virka fínt.
Hvað finnst ykkur svona í heildina litið á þjónusta þarna í Opin kerfi?