Mig vantar smá aðstoð.
Málið er að ég var að afrita myndir og video inná dvd disk.
Svo ætlaði ég að aftita aðrar skrá en þá fraus helvítis talvan og þá allt í einu virtist einsog öll gögn sem ég var búinn að afrita væri bara farið og DVD diskurinn orðinn óvirkur. En samt eru gögnun ennþá inná DVD disknum. En nú virðist DVD eitthvað óvirkur með öllum týndu afrituðu gögnunum.
Svo hvar finn ég á netinu ókeypis DVD data recovery forrit svo ég geti náð týndu skrárnar úr DVD disknum?
Er til kannski önnur úrræði til að ná glötuðum skrám úr DVD afritunardisk? En það er frekar fúlt að lenda í þessu veseni.