Ég veit ekki alveg hvort ég sé að setja þetta á rétta staðinn en mig vantar nauðsynlega hjálp.

Þannig er mál með vexti að tölvan mín hrynur óeðlilega oft og alltaf kemur blue screen upp. Windows segir að það sé eitthvað óeðlilegt með bios hjá mér og ég eigi að reyna að uppfæra hann, og þar vantar mig aðstoð.

Tölvan er keypt í tölvulistanum, er með móðurborð frá Nvidia. Gerðin er Msi-7350. Er búinn að sækja eitthvað forrit frá nvidia sem átti víst að tjékka á öllum drivers sem mig vantar, þar á meðal ef ég þyrfti að uppfæra bios en ekkert gerist. Það væri frábært ef einhver hérna gæti hjálpað mér með þetta þar sem það er mjög böggandi að vera alltaf að fá blue screen upp á skjáinn hjá sér.