Ég get mælt með Dell Inspiron línunni, hef átt tvær þannig sjálfur. Borgar aðeins meira en fyrir sambærilegar t.d. Acer tölvur, en færð það í þjónustu í staðinn.
Hef heyrt að fólk sé almennt ánægt með HP vélarnar, en get ekki hugsað mér að nota ThinkPad sjálfur, einfaldlega af því að mér finnst þær svo steinaldarlegar í hönnun - skarpar brúnir og matt-svartar… ugh. >_< Menntaskólinn minn átti líka svona tölvur og lánaði þær út til nemenda fyrir ákveðin verkefni, get ekki sagt að góðar minningar tengist þeim. Á hinn bóginn er
geirvörtumúsin á HP vélunum þægilegri en touchpadið sem aðrar tölvur hafa og þær eiga að vera mjög solid. Veit líka að amk á tímabili voru Lenovo tölvurnar (sem er undir HP) þær einu með ákveðinni fallvörn á hörðudiskunum, ss. ef tölvan dettur þá er skri-hausinn farinn af disknum þegar hún lendir í gólfinu og rispar hann ekki. Gæti verið komið í fleiri tölvur núna, hef bara ekki hugmynd.