Ég er með 2 stk GeForce 9800GTX skjákort í tölvunni minni.

Ég tók eftir því áðan þegar ég kom inn að það var orðið talsvert heitt í herberginu mínu, og þegar nánar var athugað var nokkurn veginn plastlykt í kringum tölvuna.

Þegar nánar var að gáð kom á daginn að tölvan var vel heit í kringum skjákortin aftan á, og sjálf kortin voru orðin meira en vel heit, sérstaklega efri hluti kortana.

Nú spyr ég: Hver er “eðlilegur” hiti á svona kortum?

Bætt við 1. ágúst 2008 - 16:59
Eins og sést hér var tölvan mín heldur vel pökkuð inn. Hinsvegar dró ég hana frá veggnum fyrir nokkrum klukkutímum, hitinn hefur aðeins lækkað síðan þá.