Vandamálið er það að þegar ég kveikti á tölvunni minni í gærdag þá fékk ég upp skjá sem sagði mér að það væri ekki hægt að starta windowsinu venjulega “Hugsanlega vegna breytinga á forriti eða vegna tilfærslna”
Þá var ég beðin um að boota af Windows disknum eða hafa samband við framleiðanda.
Ég bootaði af Windows disknum og uppsetningin gekk snurðulaust fyrir sig.
Ég skannaði tölvuna og grandskoðaði hana en fann ekkert óeðlilegt.
En spurningin er þessi, hvað var að gerast með tölvuna?
Gæti þetta hafa verið vírus?
Ég er alveg 100% á því að ég hlóð ekki neinu niður á tölvuna og er alltaf með eldvegginn uppi og skanna reglulega.
Ég er mjög stressuð yfir þessu enda ef þetta var vírus þá veit ég ekki hvort hann er þarna ennþá eða hvort þetta var eitthvað allt annað.
Kannast einhver við svona, einhverjar ábendingar svo ég geti verið róleg með hvort það er vírus á tölvunni?