Peningur er ekki vandamálið, ég myndi borga 5000 krónur fyrir 1500 króna lyklaborðið mitt en bara 1500 fyrir 5000 króna lyklaborðið ykkar. Smekkur manna er mismunandi. ég var búinn að venjast því, stærðinni á því og viðnám við að ýta á takkana (smáatriði kannski en er samt mjög mikilvægt að mínu mati).
Mér datt það reyndar strax í hug á svarinu þínu að þú værir BT starfsmaður - þú leyndir það lítið :)
Ef að þetta reynist vera ómögulegt eftir 1 eða 2 mánuð þá versla ég mér nýtt á sama stað og ég verslaði hitt gamla.
Svo svona svolítið out of topic sem að hafði áhrif á það sem ég skrifaði hérna áðan
Hann aldraður afi minn eyðir einhverjum tíma í tölvuna sína en þar á hann dýra mús sem að “hakkar batteríin í sig”, hann bað mig um að finna handa sér ódýra snúrumús, ég stökk niður í BT (vildi svo til að við sátum á kaffihúsi í kringlunni) og annaðhvort voru fartölvumýs (of litlar) eða professional laser/optical þráðlausar mýs - sumar voru ekki þráðlausar en á móti voru þær dýrar og með óþarflega marga valmöguleika.. Ekkert sem að var ókei, þannig séð og ég gekk út tómhentur.
Á Kísildal.is sé ég rosalega fjölbreytt en samt svo lítið úrval af músum, ég gat fundið e-ð við hæfi allra, 1000 króna mús fyrir afa, sama með lyklaborð.
BT hentar mér ekki í lyklaborðskaupum einfaldlega - en MX 518 músin sem ég keypti í BT hefur reynst mér rosalega góð og ég vel sömu mús ef mín bilar/eyðilegst (ég er ekki hættur að drekka kók fyrir framan tölvuna :))