Núna ætla ég að fara að kaupa mér nýja fartölvu og þá er ég kominn í þá stöðu að velja mér hvurslags tölva það mun vera.
Ég hef alltaf verið skotinn í Mac vegna hversu ótrúlega töff þær eru en ég held að það gæti orðið full mikil breyting en hinsvegar langar mig aðeins að prófa annað umhverfi en hefbundna PC windows tölvan sem ég hef alltaf notað.
Ég spila enga tölvuleiki, nema þá bara á leikjanet. Ég kem til með að nota tölvuna dagsdaglega í skóla og vinna mikið með hana í sambandi við skólann.
Hinn helmingurinn er svo tónlist. Ég er með mikið magn af tónlist úr bandinu mínu og öðrum project-um sem ég vinn mikið með og kemur því hugsanlega til greina að ég fái mér Pro Tools eða eitthvað álíka forrit.
Svo hengur maður náttúrulega endalaust á netinu og msn.
Ég get keypt mér tölvu á sirka 130.000 til 170.000 isk.
Svo, mér er spurn; Hvort henti mér betur Mac eða PC? og hugsanlega hvernig týpu þá?
Born to Raise Hell