Ég er með smá vandamál með iTunes. Þið verðið að athuga að ég er ekki mikill tölvukarl. Þannig eru mál með vexti að ég er með mitt iTunes sem er bara útgáfan sem fylgdi með iPodnum mínu sem ég fékk árið 2006. Svo fyrir nokkurm dögum downloadaði litli bróðir minn einhverri nýrri útgáfu af iTunes. Sú útgáfa var mjög léleg, lögin höktuðu ef ég var að gera eitthvað annað, t.d. á netinu. Ég bað hann því að eyða þessari útgáfu af iTunes út af tölvunni. Svo fór ég og installaði disknum með gamla iTunesinu inn á tölvuna. Svo þegar ég ætlaði að opna iTunesið kom þessi texti: The file “iTunes Library.itl” cannot be read because it was created by a newer version of iTunes. Ég get því ekki opnað lögin mín því að filearnir eru breyttir fyrir þessa nýju útgáfu. Ég bið því þá sem gætu sagt mér hvernig ég get breytt þeim aftur í gamla horfið og lagað þetta að endilega segja mér hvernig ég á að gera það. Ég vil að þið athugið að ég er kann ekki mikið á tölvur. Skítköst afþökkuð. Fyrir fram þakkir, Kadens.
Kv.