Er málið kannski að þú færð ekki gamla harða diskinn til að birtast í My Computer.
Þá gætiru þurft að gefa honum drif staf.
Til að gera það þá hægri klikkaru á My Computer og ferð í Manage. Þá færðu upp Computer Management
og þar ættiru að sjá Storage og þar undir Disk Managment. Ef þú velur það þá færðu lista yfir öll
drifin sem eru tengd tölvunni. Ef þú sérð diskinn ekki þar þá er hugsanlegt að klikkið í tölvunni
hafi verði harði diskurinn sjálfur.
Með öll réttu þá á lykilorðið sem þú notaðir til að opna tölvunna ekki að loka fyrir neitt á disknum
nema þú hafir sjálf stillt það svoleiðis.
Ef þú settir inn einhverjar stillingar þá gæti dugað að gera “Take Ownership” á öllum gögnum á disknum með
notendanum sem þú ert á fartölvunni.
Hérna eru tenglar í tvær nokkuð einfaldar leiðbeiningar til að gera það.
http://support.microsoft.com/kb/268019http://support.microsoft.com/kb/308421Ef að ekkert að þessu virkar þá myndi hjálpa að fá frekari lýsingar á því sem þú ert að gera, svosem
hvernig tölva var sú gamla, hvernig fartölva er þetta og svo framvegis.