Heil og sæl

Nú er ég í smá bobba með upptöku sem mig langar að klippa aðeins til í Windows Movie Maker en það er eitthvað vesen með formattið á uptökunni. Það er (.VRO) skjal.

Hvernig get ég breytt þessu yfir í meðfærilegri skjal svo ég geti unnið með þetta í WMM sem er eina klippiforritið sem ég hef.

Kv.

Bætt við 1. apríl 2008 - 23:05
Ég er algjör imbi í þessu enda hef ég aldrei gert þetta áður.

Þegar ég “importa” skjalinu inn í WMM þá koma bara nokkrar sekúndur af myndbandinu sem er annars um tólf mínútur. Ef ég opna það með VLC eða í Media Player þá spilast það áfram.

Hvað skal gera?