Ég er hérna með Benny Crespo's Gang geisladiskinn minn í höndunum og er nýbúinn að rippa hann inná tölvuna með Windows Media Player í 320kbit/s.
En það er aukalag á disknum, til þess að spila það þarf maður að spóla til baka í græjum sirka 7 mínútur og ýta á Play.
Vandamálið hjá mér er að ég veit ekki hvernig ég rippa það lag inná tölvuna líka.
Ég er með forrit sem heitir CDex (version 1.51) sem ég hef líka notað til að rippað geisladiska en ég finn ekki útúr vandamálinu heldur með því.
Einhver sem kann þetta og veit hvaða forrit ég get notað ? Endilega hjálpa :D