Ég er með tölvu sem er PII 233 mhz með 224 mb sdram minni og 3 gb hörðum diski. Ég var að keyra windows 98 se á íslensku en fílaði það ekki og prófaði linux og henti honum út líka og prófaði síðan að setja windows 98 upp aftur og síðan windows xp pro ofan á það. Það keyrir mjög vel. Mér finnst alveg snilld að það sé hægt að keyra þetta á svona gamalli vél. Hvað ætli að séu lágmarkskröfur fyrir þetta stýrikerfi ? Það þætti mér gaman að vita.
Það stendur að vísu á Microsoft síðunni að það sé mælt með PII 300 mhz en lágmarkið sé PII 233 mhz með 64 mb minni og 1,5 gb af plássi á hörðum disk. Þannig að þetta hefur greinilega bara rétt sloppið hjá mér. Annars er vélin hjá mér svona.
PII 233 mhz
224 mb sdram minni
24 hraða Acer geislaskrifari
3 Gb Western Digital harður diskur
14 tommu skjár
Digital lyklaborð
Compaq mús
Isa hljóðkort
Tvö auka USB tengi með korti í pci rauf.