Skjávandamál....
Ég er með smá vandamál sem þarf að leysa. Ég er með 3 - 4 ára gamla PC tölvu og cirka jafngamlan skjá. Ég skipti um skjá fyrir nokkru vegna þess að hann ,,slökkti" stundum á sér (þ.e.a.s. skjárinn varð svartur en samt var eins og að það væri kveikt á honum)og það eina sem ég gat gert var að endurræsa tölvuna. Nýji skjárinn virkaði mjög vel um tíma en svo hóf hann að hegða sér eins og fyrirrennari sinn. Sumir segja að ég þurfi að fá mér nýtt skjákort. Er það málið eða er önnur lausn á þessu?