Ég er með borðtölvu hérna sem er alveg að gera alla á heimilinu geðveika.
Tek það fram að hún er fjölskyldutölvan og ég er í tölvunni minni núna.
En allavega fyrir u.þ.b. 2 vikum síðan fórum við(ég og móðir mín) með tölvuna til frænda míns sem gerir ekkert annað en að vera í tölvunni og þið þekkið þetta væntanlega útfrá kvikmyndum.
En allavega þá leit hann á hana, því að ég taldi hana þurfast koma í smá lagfæringu hjá honum því hún var orðin PÍNU slow.
En allavega daginn eftir fórum ég og mamma að sækja tölvuna aftur til hans.
Þá var allt í lagi með hana í viku.
Að viku liðni kveikti ég á henni og loggaði mig inná mitt svæði.
Beið svo í smá stund til að leyfa henni að starta..en eftir það opnaðist ekki neitt!.
Hvað sem ég gerði.
Svo ég prufaði að skipta um mús og þegar tölvan var búin að “fatta” að hún væri tengd prufaði ég aftur að klikka á eitthvað en allt var það sama bara eins og ég hefði ekkert gerst.
Svo ég prufaði að restarta tölvunni en hún varð sú sama og þegar ég kveikti á henni í fyrra skiptið.
Ég ákvað þá bara að láta hana eiga sig og fór í tölvuna mína.
En daginn eftir kveikti ég á tölvunni aftur og gerði hún það sama og daginn áður.
Það er alveg sama hvað ég geri og ekkert gerist!.
Vona að þið hér getið hjálpað mér eitthvað með þetta!:).
;)