Þetta er svo ótrúlega böggandi.
Er með G15 lyklaborð, gömlu útgáfuna.

Það virðist vera eins og ‘næsta lag’ takkinn sé fastur inni eða eitthvað, ég skil þetta ekki. Þegar ég fer í iTunes og er með lyklaborðið tengt þá fer endalaust á næsta lag, þar til ég tek lyklaborðið úr sambandi.
Ég get ekki gert neinar aðgerðir sem taka 2 taka á meðan þetta vesen er í gangi(alt+tab t.d.), þess vegna held ég að þetta sé einhver takki sem er hyper.
Gæti verið að það sé eitthvað að driverunum eða eitthvað og þetta sé bara software vesen, en ég efa það… Hefur þetta komið fyrir hjá einhverjum öðrum?

Get semsagt ekki notað iTunes, né alt+tab eða neitt hentugt. Ef ég tek það úr sambandi og skelli því aftur í byrjar þetta að vera eðlilegt, en um leið og ég nota einhverja af þessum Media tökkum, þá fer það í hyper mode og fer stanslaust á næsta lag.

Kannast einhver mögulega við eitthvað líkt þessu?