Kvöldið.
Ég hef áhuga á að hafa 3 skjái og sjónvarp tengd í einu við tölvuna. Er með nVidia 8800GTX og sem stendur með 2 skjái / 1 skjá og sjónvarp tengt.
Með skjáina tengda í bæði DVI slotin á tölvunni og sjónvarpið tengt í gegnum s-video, en mér er ekki boðið að hafa allt þrennt tengt í einu.
Býst við því að skjákort styðji bara tvennt í einu?
Tengi ég þá bara annað skjákort í tölvuna og hef 1x skjá og 1x sjónvarp tengt í það og 2x skjái í hitt?
Ef einhver kann betur á þetta en ég og hefur gert þetta áður, get ég fengið smá aðstoð?
Bætt við 22. janúar 2008 - 02:45
“Tengi ég þá bara annað skjákort í tölvuna og hef 1x skjá og 1x sjónvarp tengt í það og 2x skjái í hitt?”
Semsagt, 2x skjái tengda í nVidia 8800GTX(sem ég er með núna) og 1x skjá og 1x sjónvarp(s-video) tengt í nýtt skjákort, eða öfugt.